Grænfóður

Fóðurbeðja Blizzard
Fóðurbeðja Blizzard

Fóðurbeðja Blizzard

Vörunúmer 90435

Fóðurbeðja (sykurrófa) Blizzard er rótarávöxtur ætlaður til beitar eða upptöku og geymslu og nýtt sem fóður fyrir búfénað.  

Vara ekki til sölu í vefverslun

Fóðurbeðjuyrkið Blizzard er óreynt hérlendis en er ræktað erlendis sem fóður fyrir nautgripi. Blizzard hentar þar til upptöku með upptökuvélum. Blizzard rótarhnýðin eru hvít að lit. Þurrefnishlutfall er mjög hátt (allt að 70%) erlendis. Ekki liggur fyrir hvernig Blizzard þroskast hérlendis. 

Fóðurbeðja er afbrigði af beðju (beet) sem ætluð er til fóðurs. Íslenskar nafngiftir á þessum hópi nytjajurta hafa verið ruglingslegar og þær oft ranglega nefndar rófur, sbr. sykurrófur.

Sykurbeðja (Beta vulgaris), oft ranglega nefnd sykurrófa, er eiginleg beðja og á ensku nefnd "sugar beet". Fóðurbeðja eða "fodder beet" er fóðurafbrigði sömu tegundar. Eiginlegar fóðurrófur eru afbrigði gulrófu (Brassica napus) og tilheyra annarri ætt nytjaplantna og því er mun heppilegra að notast við nafngiftina "beðja" þegar tegundir af ættkvíslinni Beta eru annars vegar.

Blizzard er seld í 0,5 hektara einingu sem á að gefa 50 þúsund plöntur. 

Virðisaukaskattur er dreginn af vörum til útflutnings.
Virðisaukaskatturinn er 24% af öllum vörum nema bókum og tímaritum sem bera 11%.

Karfa

Skoða körfu Karfan er tóm

Lífland ehf.

Verslun Reykjavík  |  Lyngháls 3  |  110 Reykjavík  |  Sími: 540 1125
Verslun Akureyri  |  Grímseyjargata 2  |  600 Akureyri  |  Sími: 540 1150
Verslun Borgarnesi | Digranesgata 6 | 310 Borgarnesi | Sími: 540-1154
Verslun Blönduósi |  Efstubraut 1  |  540 Blönduósi  |  Sími: 540 1155
Verslun Hvolsvelli | Ormsvöllur 5| 860 Hvolsvelli | Sími: 487 8888
Verslun Selfossi | Austurvegur 69 | 800 Selfoss | Sími: 540 1165
Skrifstofa  |  Brúarvogi 1-3  |  104 Reykjavík  |  Sími: 540 1100
lifland@lifland.is

Opnunartímar verslana