Flýtilyklar
Grasfræblöndur
Vallarfoxblanda LÍF 15 kg
Harðgerð blanda með gott vetrarþol. Hentar til sláttar og í hóflega beit.
Fjölstofna vallarfoxgrasblanda fyrir þá sem kjósa vallarfoxgras í hreinrækt. Samanstendur bæði af vetrarþolnari yrkjum sem skila minni endurvexti og öðrum sem skila meiri uppskeru í seinni slætti en geta enst skemur. Allir stofnar í blöndunni eru þrautreyndir og vel þekktir við íslenskar aðstæður.
Ráðlegt sáðmagn er 25-30 kg/ha.
Innihald: Vallarfoxgras RAKEL 32%, TRYGGVE 32%, SWITCH 21%, SNORRI 15%.
Þessi vara er ekki til sölu í vefverslun en pantanir og fyrirspurnir berist til söludeildar í s. 540-1100 eða sadvara@lifland.is
Virðisaukaskattur er dreginn af vörum til útflutnings.
Virðisaukaskatturinn er 24% af öllum vörum nema bókum og tímaritum sem bera 11%.