Flýtilyklar
Grastegundir
Sauðvingull RIDU
Harðgerður, lágvaxinn og þurrkþolinn. Skriðull og svarðarmyndandi. Hentar vel í landgræðslu og sem hluti af grasflatafræblöndu.
RIDU sauðvingull myndar lágvaxinn, blágrænleitan grassvörð með fíngerðu laufi. Það kemur sér hratt á legg eftir sáningu.
Sauðvingull er harðgerð tegund sem hefur gott viðnám fyrir seltu og þurrki. Hann getur að auki verið skuggþolinn og þrífst betur en margar aðrar grastegundir í skuggavarpi trjáa.
Sauðvingull er gjarnan notaður sem hluti af fræblöndum við uppgræðslu vegkanta og rasksvæða. Sauðvingull getur einnig hentað sem hluti af fræblöndu fyrir grasflatir.
Ráðlagt sáðmagn 20-25 kg/ha m.v. sáningu með raðsáðvél. Í uppgræðsluverkefni þar sem dreift er með höndum er gjarnan notað meira fræ, eða sem nemur 50-100 kg/ha og við umfangsminni sáningu í heimgrasflöt er oft notast við 1-2 kg/100 m2, en meira sáðmagn flýtir fyrir lokun svarðarins.
Þessi vara er ekki til sölu í vefverslun en pantanir og fyrirspurnir berist til söludeildar í s. 540-1100 eða sadvara@lifland.is
Virðisaukaskattur er dreginn af vörum til útflutnings.
Virðisaukaskatturinn er 24% af öllum vörum nema bókum og tímaritum sem bera 11%.