Belgjurtir

Bakteríusmit f. ertur/baunir/flækjur
Bakteríusmit f. ertur/baunir/flækjur

Bakteríusmit f. ertur/baunir/flækjur

Vörunúmer 90645

Einn poki dugir til að smita 100 kg af ertufræi og hestabaunafræi. 

Vara ekki til sölu í vefverslun

Ertu- og baunaplöntur geta bundið köfnunarefni úr andrúmslofti með hjálp bakteríu af stofninum Rhizobium. Með bakteríusmiti er hægt að minnka þörfina á köfunarefnisgjöf töluvert. 

Einn 100g poki af bakteríusmiti dugir til smitunar á 100 kg af ertu- eða baunafræi.

Leiðbeiningar um smitun ertu- og baunafræs: 
Þegar sá á fræinu, skal blanda innihaldi pokans í um 2-3 lítra af mjólk/vatni á poka. Eftir að hrært er, er vökvanum sem inniheldur bakteríurnar dreift yfir fræið og blandað vel saman þannig að hvert fræ verði rakt, t.d. í vel hreinsaðri steypuhrærivél eða múrbala. Smitun skal framkvæmd stuttu fyrir sáningu, og ber að forðast að fræið hitni eða verði fyrir beinu sólarljósi þar sem bakteríurnar deyja auðveldlega ef þornar.

Æskilegt er að sá smituðu fræi strax, helst í skýjuðu veðri og valta strax á eftir.

Geyma skal smitað fræ í kæli verði einhver bið á dreifingu. Smitið þarf einnig að geymast í kæli og skal forða því frá sólarljósi.

Þessi vara er ekki til sölu í vefverslun en pantanir og fyrirspurnir berist til söludeildar í s. 540-1100 eða sadvara@lifland.is

 

Tengdar vörur

Virðisaukaskattur er dreginn af vörum til útflutnings.
Virðisaukaskatturinn er 24% af öllum vörum nema bókum og tímaritum sem bera 11%.

Karfa

Skoða körfu Karfan er tóm

Lífland ehf.

Verslun Reykjavík  |  Lyngháls 3  |  110 Reykjavík  |  Sími: 540 1125
Verslun Akureyri  |  Grímseyjargata 2  |  600 Akureyri  |  Sími: 540 1150
Verslun Borgarnesi | Digranesgata 6 | 310 Borgarnesi | Sími: 540-1154
Verslun Blönduósi |  Efstubraut 1  |  540 Blönduósi  |  Sími: 540 1155
Verslun Hvolsvelli | Ormsvöllur 5| 860 Hvolsvelli | Sími: 487 8888
Verslun Selfossi | Austurvegur 69 | 800 Selfoss | Sími: 540 1165
Skrifstofa  |  Brúarvogi 1-3  |  104 Reykjavík  |  Sími: 540 1100
lifland@lifland.is

Opnunartímar verslana