ARION Friends
Aðeins það besta fyrir gæludýrið þitt
Við hjá ARION höfum gert það að okkar markmiði að fóðra gæludýrið þitt því við vitum að gott fóður er grundvöllur góðrar heilsu. Sérfræðingar okkar, í samvinnu við rannsóknasetur virtra háskóla hafa þróað heilstætt úrval sem tryggir það besta sem besti vinurinn þarfnast. Tekið er tillit til nýjustu rannsókna og þróanna í samsetningu og framleiðslu gæludýrafóðurs.
ARION er fyrsta dýrafóðrið sem inniheldur málmtengla (chelates). Þessi bætiefni má einnig finna í mat ætluðum í manneldi, en þau auðvelda meðal annars upptöku steinefna í blóðrásinni. Niðurstaðan verður aukinn lífskraftur og öflugri mótstaða.
Hvað gerir ARION Friends svona sérstakt?
Engin gerviefni í litar eða bragðefnum
Leyndarmálið að baki góða bragðsins af ARION vörunum er einstök blanda vel valinna, náttúrulegra innihaldsefna sem eru laus við gerviefni í litar og bragðefnum.
Lambakjöt/kjúklingur og hrísgrjón
Lambakjöt og kjúklingur eru próteinrík fæða sem hentar þörfum kattarins afar vel. Þessi hráefni, ásamt hrísgrjónum gera auðmeltanlegt fóður sem kötturinn þinn elskar.
Minnkar myndun hárkúla
Viðbættar trefjar ýta undir að kötturinn skili því hári sem hann kyngir, á náttúrulegan máta og á því í minni vandræðum með hárkúlur.
pH-jöfnun
Gott mataræði ýtir undir heilbrigða þvagrás. ARION er pH-jafnað og inniheldur nauðsynlegan skammt steinefna, svo sem magnesíum, kalk og natríum og minnkar með því hættuna á myndun nýrnasteina hjá kettinum þínum.